8. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 11. október 2012 kl. 09:03


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 09:03
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 09:03
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:03
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:03
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII), kl. 09:03
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 09:03

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:05
Fundargerðir 6. og 7. fundar samþykktar.


2) Frv. til l. um breyt. á lögum um Stjórnarráð Íslands (hljóðupptökur). Kl. 09:06
Formaður lagði fram drög að frumvarpi sem felur í sér tillögu um að fallið er frá hugmyndum um hljóðupptökur af ríkisstjórnarfundum en lagt til að ítarlegri fundargerðir verði haldnar. Formaður lagði til að nefndin flytti málið.

Nefndin fjallaði um málið en ekki náðist samstaða um að nefndin flytti það.



3) 7. mál - kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna Kl. 09:16
Samþykkt að ÁI verði framsögumaður í stað MT þar sem hún var framsögumaður málsins á síðasta þingi.

Tillaga ÁI að afgreiða málið á næsta fundi á grundvelli álits nefndarinnar frá 140. löggjafarþingi en þá var haft samráð við landskjörstjórn og fulltrúa kjörstjórna og lagðar til breytingar á frumvarpinu sem hafa verið teknar upp í fyrirliggjandi frumvarp.





4) Önnur mál. Kl. 09:19
Formaður lagði fram gögn vegna Þorláksbúðarmálsins þ.e. beiðnir áhugamannafélags um endurreisn Þorláksbúðar í Skálholti til fjárlaganefndar. Nefndin fjallaði um málið. Formaður lagði til að fjallað verði um málið að nýju á næsta fundi með gestum.



Fundi slitið kl. 09:45